ÍR - Fylkir 30:29

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

ÍR - Fylkir 30:29

Kaupa Í körfu

Þær voru magnþrungnar lokamínúturnar í leik ÍR og Fylkis í uppgjöri botnliðanna í DHL deildinni í handknattleik í gær. Gestirnir úr Árbænum virtust hafa leikinn í hendi sér, náðu mest sjö marka forskoti en eftir góðan fyrirlestur Erlendar Ísfelds, þjálfara ÍR, um miðjan síðari hálfleik var eins og Breiðhyltingar vöknuðu af værum blundi og gjörsamlega umbyltu leik sínum. Jón H. Gunnarsson varð hetja þeirra en hann skoraði sigurmarkið, 30:29, úr hraðaupphlaupi aðeins einni sekúndu fyrir leikslok. ÍR eygir því enn von um að halda sæti sínu í deildinni en Fylki mistókst að ná Haukum að stigum. MYNDATEXTI: Sigurgleði - ÍR-ingar fagna Jóni Heiðari Gunnarssyni eftir að hann skoraði sigurmark þeirra gegn Fylki, 30:29.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar