HK - Fram 24:24
Kaupa Í körfu
HK kastaði frá sér öðru stiginu er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Fram í Digranesinu í DHL-deild karla í handknattleik í gær. HK, sem er í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn, virtist hafa leikinn í hendi sér í síðari hálfleik en óvæntur endasprettur Framara tryggði þeim annað stigið. Jóhann G. Einarsson var hetja Framara er hann jafnaði leikinn 24:24, með hörkuskoti beint úr aukakasti í gegnum miðjan varnarmúr HK, þegar leiktíminn var liðinn. HK hafði yfir í hálfleik, 13:11, og var á tímabili í síðari hálfleik fimm mörkum yfir. MYNDATEXTI: Slagur - Brynjar Valsteinsson hornamaður HK reynir að komast í gegnum vörn Framara en Jóhann Gunnar Einarsson tekur hann föstum tökum. Jóhann skoraði jöfnunarmark Fram úr aukakasti eftir að leiktímanum var lokið.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir