HK - Fram 24:24

Þorvaldur Örn Kristmundsson

HK - Fram 24:24

Kaupa Í körfu

HK kastaði frá sér öðru stiginu er liðið tók á móti Íslandsmeisturum Fram í Digranesinu í DHL-deild karla í handknattleik í gær. HK, sem er í harðri baráttu við Val um Íslandsmeistaratitilinn, virtist hafa leikinn í hendi sér í síðari hálfleik en óvæntur endasprettur Framara tryggði þeim annað stigið. Jóhann G. Einarsson var hetja Framara er hann jafnaði leikinn 24:24, með hörkuskoti beint úr aukakasti í gegnum miðjan varnarmúr HK, þegar leiktíminn var liðinn. HK hafði yfir í hálfleik, 13:11, og var á tímabili í síðari hálfleik fimm mörkum yfir. MYNDATEXTI: Slagur - Brynjar Valsteinsson hornamaður HK reynir að komast í gegnum vörn Framara en Jóhann Gunnar Einarsson tekur hann föstum tökum. Jóhann skoraði jöfnunarmark Fram úr aukakasti eftir að leiktímanum var lokið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar