KR - Snæfell 82:79

Þorvaldur Örn Kristmundsson

KR - Snæfell 82:79

Kaupa Í körfu

KR-INGAR unnu fyrstu orrustuna gegn Snæfelli, 82:79, í Frostaskjóli í gærkvöldi en þá mættust liðin fyrsta sinni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik. Stríðið er hins vegar langt frá því að vera búið en liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitarimmuna gegn Njarðvík eða Grindavík. Þau lið mættust á laugardaginn í fyrsta leik sínum og lauk honum með nokkuð öruggum sigri Njarðvíkinga, sem gerðu út um leikinn í fyrsta leikhluta. MYNDATEXTI: Lokað - Tyson Patterson sækir að körfunni, Sigurður Þorvaldsson verst.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar