Hertz bílaleiga með nýjan bíl fyrir fatlaða

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hertz bílaleiga með nýjan bíl fyrir fatlaða

Kaupa Í körfu

"MÉR finnst þetta merkilegur dagur. Þetta er ein hindrun fyrir fatlaða sem hefur verið leyst," segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND-félagsins. Í gær var fyrsti bílaleigubíllinn á landinu sem getur tekið hjólastól afhentur, en hann er frá Hertz-bílaleigunni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra afhenti í gær fyrsta leigutakanum bílinn. Það var Evald Krog, danskur MND-sjúklingur sem tók bílinn á leigu. MYNDATEXTI: Fyrir fatlaða - Samgönguráðherra afhenti Evald Krog lykilinn að bílaleigubílnum í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar