Fjallgöngugarpar

Fjallgöngugarpar

Kaupa Í körfu

Annan hvern laugardagsmorgun, meðan flestir félagar þeirra Elfu Steinarsdóttur og Huga Harðarsonar kúra fram eftir í hlýjum bólum, reima þau á sig gönguskóna, bregða sér í útivistarjakkann og stefna galvösk á fjöll ásamt fríðum flokki skólafélaga. Fjallgöngurnar eru hluti af námi þeirra í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti en þær eru meðal nokkurra valáfanga í íþróttum í skólanum undir stjórn Torfa Magnússonar íþróttakennara. MYNDATEXTI: Fjallgöngugarpar - Elfa Steinarsdóttir og Hugi Harðarson völdu fjallgöngukúrs sem valáfanga í FB.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar