Gísli Súrsson landar í Grindavík

Ragnar Axelsson

Gísli Súrsson landar í Grindavík

Kaupa Í körfu

GÍSLI Súrsson er ekki dauður úr öllum æðum. Hann er reyndar úr plasti núna, 15 tonna línubeitningarbátur frá Grindavík. Strákarnir á honum settu Íslandsmet í afla smábáta nú í vikunni. Á mánudagskvöldið var aflinn ríflega 17.000 á 13.000 króka og í gær komu þeir með 16 tonn að landi, en þurftu að skilja eftir einn rekka ódreginn. Og Auður Vésteins gerir það gott líka og útgerðin er sú sama, að sjálfsögðu Einhamar MYNDATEXTI: Fengsælir - Þeir eru fjórir um borð í Gísla Súrssyni og voru þeir allir glaðbeittir í Grindavíkurhöfn í gærdag er þeir komu með sextán tonn að landi. Haraldur Björn Björnsson er skipstjórinn, vélstjórinn Óðinn Arnberg, Kristinn bróðir hans er kokkur og hásetinn er Mikael Tamar í Múla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar