Stefán Baldursson

Stefán Baldursson

Kaupa Í körfu

STJÓRN Íslensku óperunnar hefur ráðið Stefán Baldursson, leikstjóra og fyrrverandi þjóðleikhússtjóra, næsta óperustjóra. Bjarni Daníelsson óperustjóri lætur af störfum 1. júlí næstkomandi. Stefán mun hefja störf við óperuna í byrjun maí og vinna að undirbúningi næsta starfsárs með fráfarandi óperustjóra. Ráðningarsamningur óperustjóra er til fjögurra ára og tekur Stefán við starfinu 1. maí, en þeir Bjarni starfa saman í mánuð áður en Bjarni kveður starfsvettvang sinn til átta ára. MYNDATEXTI: Næsti óperustjóri - "Óperan er leikhúsform, og kannski eitt það merkilegasta og mest spennandi," segir Stefán Baldursson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar