Málþing á Húsavík

Skapti Hallgrímsson

Málþing á Húsavík

Kaupa Í körfu

FULLTRÚAR allra framboða til alþingiskosninganna í Norðausturkjördæmi í vor, nema VG, lýstu í fyrrakvöld yfir stuðningi við byggingu álvers við Húsavík. Fjölmenni var á málþingi á veitingastaðnum Gamla Bauk og ljóst að atvinnumál brenna heitt á Þingeyingum. Það var Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga sem stóð að málþinginu undir yfirskriftinni Sjálfbært samfélag - Nýting auðlinda - Endurheimt landgæða, þar sem frummælendur voru Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra, Andrés Arnalds, fagmálastjóri Landgræðslunnar, og Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofu. MYNDATEXTI: Húsfyllir - Þröngt var setinn bekkurinn á Gamla Bauk í fyrradag enda umfjöllunarefnið, atvinnumál í víðum skilningi, fólki á svæðinu hugleikið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar