Íslandshreyfingin í Stykkishólmi

Gunnlaugur Árnason

Íslandshreyfingin í Stykkishólmi

Kaupa Í körfu

Stykkishólmur | Yngsti stjórnmálaflokkur landsins Íslandshreyfingin - lifandi land, er lagður af stað til að kynna fólki stefnumál sín. Fulltrúar hreyfingarinnar fóru um Snæfellsnes og héldu fundi á þremur stöðum þriðjudaginn 27. mars. Þar lögðu frummælendur áherslu á að hreyfingin væri alveg nýtt afl í stjórnmálum, sprottin af illri nauðsyn til að stöðva þá ofuráherslu sem lögð er á álversframkvæmdir í landinu með tilheyrandi virkjunum og skemmdum á landi. MYNDATEXTI: Samhljómur - Ómar Ragnarsson, Ósk Vilhjálmsdóttir og Margrét Sverrisdóttir sungu baráttusöngva á fundinum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar