Háþrýstiþvottabíll

Sverrir Vilhelmsson

Háþrýstiþvottabíll

Kaupa Í körfu

ÍSLENSKA gámafélagið fjárfesti nýlega í háþrýstisóp. Eins og flestir vita er svifryk orðið mikið heilbrigðisvandamál á Íslandi og er sópurinn nýtt vopn í baráttunni við það. Sópurinn er frábrugðinn öðrum götusópum að því leytinu til að hann háþrýstiþvær göturnar og sýgur svo upp óhreinindin með miklum krafti. Þetta er fyrsti sópur sinnar tegundar á landinu og einnig stærsti götusópurinn á landinu. Nærtækast væri hugsanlega að líkja honum við risavaxna teppahreinsivél sem hreinsar steypu og malbik. MYNDATEXTI: Háþrýstiþvottavél - Halla F. Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri markaðssviðs hjá Íslenska gámafélaginu, ásamt nýju þvottavélinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar