Innlit

Sverrir Vilhelmsson

Innlit

Kaupa Í körfu

Einn af öðrum gægjast þeir upp úr húsþökum og steyptum grunnum, byggingakranarnir í Akralandi í Garðabæ. Þrátt fyrir að enn séu lóðir ófrágengnar og malarvegir upp að húsum leynast raunveruleg heimili inn á milli þar sem fjölskyldur hafa hreiðrað um sig. Meðal frumbyggja er Edda Björk Kristjánsdóttir sem sýndi Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur splunkuný húsakynni sín í vikunni. MYNDATEXTIStofan Verkið er eftir vinkonu Eddu, Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir sem málaði það beint á vegginn. Gegnumgangandi form í verkinu eru ferhyrningar af ýmsum stærðum og gerðum en þeir eru gerðir úr fjölum sem festar eru á vegginn. Allar stærðir á kössunum eru reiknaðar út frá litla glugganum í vinstra horninu á veggnum. "Hana langaði að gera abstrakt verk og ég gaf henni bara frjálsar hendur," útskýrir Edda

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar