Fjölskyduhjálpin
Kaupa Í körfu
FJÖLSKYLDUHJÁLPIN gengst fyrir fatamarkaði í Kolaportinu nú um helgina, sem er fyrsta helgin í apríl, og einnig fyrstu helgina í maí. Seldur verður nýr og lítt notaður fatnaður á spottprís – engin flík mun kosta meira en 500 krónur. Það verður boðið upp á herrafatnað, kjóla, kápur, sloppa, náttföt, blússur, pils og buxur – allt ónotuð föt, sem verslanir og heildsölufyrirtæki hafa gefið Fjölskylduhjálpinni til styrktar starfseminni. Allur ágóðinn af sölunni rennur í lyfjasjóð samtakanna, sem er síðan notaður til að kaupa lyf handa skjólstæðingum. Fjölskylduhjálpin verður með tvo bása til afnota, og eru þeir látnir í té endurgjaldslaust til styrktar málefninu. Bryndís Schram, verndari Fjölskylduhjálpar, stendur vaktina ásamt fleiri konum, sem hafa unnið að þessu góða málefni árum saman. MYNATEXTI Föt Inga Birna Jónsdóttir, Bryndís Schram og Anna Auðunsdóttir stóðu í ströngu fyrir helgina
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir