Fram - Celje Lasko

Fram - Celje Lasko

Kaupa Í körfu

FRAMARAR eru með þá leikmenn í úrvalsdeildinni í handknattleik, sem eru fljótastir fram – skora mest eftir hraðar sóknir og úr hornum. Framarar hafa skorað 36,5% af 512 mörkum sínum í úrvalsdeildinni, úr horni og eftir hraðaupphlaup, en yfirleitt eru það hornamenn liðanna sem eru fljótastir fram í hraðar sóknir. Framarinn Þorri B. Gunnarsson fer fremstur í flokki að setja mörk úr horni og hröðum sóknum – hefur skorað 90,5% af mörkum sínum þannig, eða 67 mörk af 74 mörkum MYNDATEXTI Fljótur Þorri Björn Gunnarsson, leikmaður Fram, hefur skorað flest mörk úr hornum og eftir hraðaupphlaup – er mjög öflugur leikmaður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar