Gulur dagur í leikskólanum Grænatúni

Gulur dagur í leikskólanum Grænatúni

Kaupa Í körfu

ÓÐUM styttist í páskana og eru börnin farin að föndra fyrir hátíðina enda ekki seinna vænna, þar sem pálmasunnudagur er runninn upp. Krakkarnir í leikskólanum Grænatúni í Kópavogi klæddust gulum flíkum á föstudag og föndruðu svolítið eins og vera ber. Eftirvæntingin skein úr hverju andliti. Skírdagur er næstkomandi fimmtudag og á föstudaginn langa minnast kristnir menn krossfestingar frelsarans og er þá víðast flaggað í hálfa stöng.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar