Krakkar úr Ingunnarskóla

Ragnar Axelsson

Krakkar úr Ingunnarskóla

Kaupa Í körfu

Nemendur úr 9. bekk Ingunnarskóla fóru í heimsókn á Foldasafn á dögunum og höfðu meðferðis bókakistu Borgarbókasafnsins til að skila bókunum sem hafa verið í láni á skólabókasafninu síðastliðinn mánuð. Nemendur skoðuðu safnið og fylltu kistuna aftur með bókum sem vöktu áhuga þeirra. Einnig notuðu margir tækifærið til að verða sér úti um bókasafnsskírteini og fengu svo lánaða með sér heim geisladiska, DVD-diska, myndbönd og tímarit svo aðeins fátt eitt sé nefnt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar