Alcoa Fjarðaál

Steinunn Ásmundsdóttir

Alcoa Fjarðaál

Kaupa Í körfu

ALCOA Fjarðaál fagnaði upphafi starfsemi nýs álvers á Reyðarfirði á laugardag og bauð starfsmenn sína velkomna til starfa. Hátíðin var haldin í öðrum kerskála álversins og sóttu hana á fimmta hundrað manns, þ.ám. Bernt Reitan, aðstoðarforstjóri Alcoa Corp., Geir H. Haarde forsætisráðherra, Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra. Þau Geir og Valgerður klipptu á borða í kerskálanum ásamt Hildi Einarsdóttur og Sigurði Ólafssyni, starfsmönnum Alcoa Fjarðaáls, en fyrsta kerið verður gangsett nk. laugardag. MYNDATEXTI: Knáir - Starfsmenn og makar fögnuðu starfsemi í nýju álveri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar