Veiðimyndir

Einar Falur Ingólfsson

Veiðimyndir

Kaupa Í körfu

STANGVEIÐITÍMABILIÐ hófst í gær með góðri veiði í sjóbirtingsám um sunnanvert landið þar sem vatnavextir hömluðu ekki veiðum, en vel viðraði til veiðanna. Þannig voru komnir 89 fiskar á land í Tungulæk vestan við Skaftá í gærkvöldi. Þá veiddust fimmtán sjóbirtingar í gærmorgun í Tungufljóti í Skaftártungu nokkru vestar og tólf urriðar komu á land í Minnivallalæk í Landsveit í gærmorgun. MYNDATEXTI: Góð veiði - Ingólfur Guðmundsson landar einum af mörgum sjóbirtingum sem veiddust í Tungulæk.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar