Sigrún Eldjárn fær barnabókaverðlaun

Sigrún Eldjárn fær barnabókaverðlaun

Kaupa Í körfu

Sigrún Eldjárn barnabókahöfundur er handhafi Sögusteinsins, nýrra barnabókaverðlauna IBBY og Glitnis 2007, en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afhenti verðlaunin við athöfn í Borgarbókasafninu í Grófinni í gær, á alþjóðadegi barnabókmennta. Sigrún er höfundur vel á fjórða tugs barnabóka. Hún er myndlistarmaður að mennt og ferill hennar hófst við myndskreytingar í bækur annarra. MYNDATEXTI: Uppörvandi - Sigrún Eldjárn segir uppörvandi að hljóta Sögusteininn. Hér er hún ásamt Einari Sveinssyni stjórnarformanni Glitnis, eiginmanni sínum Hjörleifi Stefánssyni og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar