Stofnfélagar í Ok

Davíð Pétursson

Stofnfélagar í Ok

Kaupa Í körfu

Borgarfjörður | Björgunarsveitin Ok í Borgarfirði hélt upp á 40 ára afmæli sitt síðastliðinn laugardag. Stofnfundurinn var haldinn í Logalandi 18. febrúar 1967. Aðalhvatamaður að stofnun sveitarinnar og fyrsti formaður var Jón Þórisson, kennari í Reykholti, og voru stofnfélagar 49. Af þeim eru nú 18 látnir og 20 fluttir burt af félagssvæðinu. Öllum stofnfélögum ásamt mökum var boðið í afmælisveisluna og mættu þrettán þeirra. MYNDATEXTI: Heiðrun - Þrettán stofnfélagar í björgunarsveitinni Ok voru á afmælishátíð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar