Löndun - Netabáturinn Árni Sigurðsson HF

Friðþjóður Helgason

Löndun - Netabáturinn Árni Sigurðsson HF

Kaupa Í körfu

Netabáurinn Ársæll Sigurðsson HF kom til Þorlákshafnar í gærkvöldi með 20 tonn af rígaþorski. Höfðu skipverjarnir á Ársæli lent í þvílíkri mokveiði á Selvogsgrunni að annað eins hafði ekki hent þá árum saman. Þeir höfðu lagt netin í loðnutorfu sem þeir lóðuðu á, alls sjö trossur eða sjötíu net. Tólf tímum seinna drógu þeir netin. Þegar búið var að draga fjórar trossur höfðu þeir fyllt bátinn og urðu að stíma í land. Þegar lokið var við löndun í Þorlákshöfn í gærkvöldi var haldið á miðin að nýju til að draga það sem eftir var af netunum. Að jafnaði var um hálft tonn af fiski í hverju neti af rígaþorski, sem þykir með eindæmum. Skipstjóri á Ársæli er Viðar Sæmundsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar