Íslenska óperan -
Kaupa Í körfu
ÁSTIR, svik, afbrýðisemi og morð; allt er þetta til staðar í óperunni Cavalleria Rusticana, sem verður frumsýnd í Íslenzku óperunni á annan í páskum. Þetta er samstarfsverkefni óperunnar og Óperukórs Hafnarfjarðar og í fyrsta skipti sem kórinn ræðst í sviðsetningu á óperu. Elín Ósk Óskarsdóttir, stofnandi og stjórnandi kórsins, syngur aðalkvenhlutverkið í óperunni, en aðrir einsöngvarar eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Hörn Hrafnsdóttir og Þórunn Stefánsdóttir. Yfir 60 manns syngja í kórnum og 40 leika í hljómsveit Íslenzku óperunnar. Hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky og leikstjóri Ingólfur Níels Árnason, sem hefur einnig umsjón með sviðsmynd og búningum, en Jóhann Bjarni Pálmarsson hannar lýsingu. Óperan, sem er í einum þætti, er sungin á ítölsku en íslenzkum texta í þýðingu Önnu Hinriksdóttur er varpað á tjald. MYNDATEXTI Sagan Cavalleria rusticana gerist um páska í sveit.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir