Rokkað við voginn

Andrés Skúlason

Rokkað við voginn

Kaupa Í körfu

Fyrir skemmstu héldu yngri nemendur sérstaka tónleika í kirkjunni á Djúpavogi undir heitinu Sólartónleikar. Eldri nemendurnir hafa hins vegar undanfarin ár haldið tónleika undir heitinu Musik Festival. Tónlistarhátíðin var nú sem áður haldin á Hótel Framtíð og þar skemmtu hinir ungu og efnilegu nemendur bæjarbúum með stórkostlegri framkomu. Skólastjóri Tónskóla Djúpavogs er Svavar Sigurðsson, en hann þykir hafa náð frábærum árangri með nemendum skólans á undanförnum árum, eins og sannarlega kom einnig í ljós að þessu sinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar