Blakklúbbur í Korpuskóla

Blakklúbbur í Korpuskóla

Kaupa Í körfu

"ÞETTA er alvörumót en þó er lykilatriði að hafa gaman af," segir Fríða Agnarsdóttir leikmaður blakliðsins KMK (Konur með konum) um árlegt Evrópublakmót lesbía sem fram fer í íþróttahöll Fylkis í Árbæ um helgina. KMK er eitt af tólf liðum sem skráð eru til leiks en um hundrað konur frá Þýskalandi, Hollandi, Bretlandi og Íslandi skipa liðin. Þetta er í fyrsta sinn sem mótið er haldið á Íslandi en það hefur alls farið fram 19 sinnum. KMK tók fyrst þátt í mótinu fyrir þremur árum og segir Fríða árangurinn hafa verið með ágætum. "Við erum alveg ágætar bara, ekkert meistaralið kannski en við viljum meina að við séum bara nokkuð góðar," segir hún og upplýsir að síðastliðin þrjú ár hafi liðið stundað æfingar tvisvar í viku, þar af annað hvert skipti undir handleiðslu þjálfara. En hverjar eru væntingarnar í ár? MYNDATEXTI Konur með konum Lið KMK tekur þátt í Evrópublakmóti lesbía.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar