Hólmur

Ragnar Axelsson

Hólmur

Kaupa Í körfu

Sverrir Valdimarsson hefur búið í Hólmi í Landbroti lungann úr ævinni og er ekkert á förum úr því sem komið er. Hann er einn á bænum; foreldrar hans eru dánir og féð farið, en hann situr áfram og Hólmur er honum allt. Þar gætir hann merkra minja um fyrsta verknámsskólann, sem faðir hans stýrði, og smiðju sem er óbreytt með öllu frá því smiðurinn gekk þar út síðast 1938. MYNDATEXTI: Grafreiturinn - Þar hvíla foreldrar Sverris, amma hans og afi, föðurbróðir og frænka og horfa öll heim á staðinn úr gróðursæld garðsins. Garðurinn er Sverri kær og hann segist vilja ganga þar til moldar, þegar kallið kemur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar