Smiðjan í Hólmi

Ragnar Axelsson

Smiðjan í Hólmi

Kaupa Í körfu

Sverrir Valdimarsson hefur búið í Hólmi í Landbroti lungann úr ævinni og er ekkert á förum úr því sem komið er. Hann er einn á bænum; foreldrar hans eru dánir og féð farið, en hann situr áfram og Hólmur er honum allt. Þar gætir hann merkra minja um fyrsta verknámsskólann, sem faðir hans stýrði, og smiðju sem er óbreytt með öllu frá því smiðurinn gekk þar út síðast 1938. MYNDATEXTI: Smiðjan - Hér er allt eins og þegar Bjarni Runólfsson gekk þar síðast út 1938; þarna er rennibekkurinn, sem Bjarni keypti nýjan, verkfæri á veggjum og steðji, en megnið af smíðaefninu kom úr ströndum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar