Hubert Oremus - kerti

Hubert Oremus - kerti

Kaupa Í körfu

Fyrir 29 árum kom kaþólski presturinn séra Hubert Oremus til starfa á Íslandi. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við hann um feril hans og skoðanir á nútíð og fortíð. Í prestsíbúðum kaþólsku kirkjunnar á Íslandi við Hávallagötu í Reykjavík býr séra Hubert Oremus. Strax í anddyrinu er andrúmsloftið óvenjulegt - þrungið hæverskri kyrrð og nánast ópersónulegum anda. Kristilegar styttur horfa fram fyrir sig með óbifanlegri ró og ekkert heyrist nema fótatak okkar séra Huberts þegar við göngum upp stigann og inn ganginn, áleiðis að herbergi hans. MYNDATEXTI: Gjafir - Kerti frá nunnunum í Karmelítaklaustri í Hafnarfirði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar