Björk í Laugardalshöll
Kaupa Í körfu
"ÉG er verulega sáttur við frammistöðu Bjarkar," sagði Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamaður Morgunblaðsins, þegar hann steig út úr Laugardalshöllinni í gærkvöldi eftir tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur. Tónleikarnir voru þeir fyrstu í heimstónleikaferð Bjarkar til kynningar á nýrri breiðskífu, Volta, sem kemur út um heim allan hinn 7. maí. Þetta voru einnig fyrstu tónleikar Bjarkar hér á landi í sex ár. "Uppstillingin á sviðinu hjá Björk var verulega flott og þessi fjölbreytti hópur sem er með henni spilaði sem einn maður. Þetta á eftir að verða stórkostleg tónleikaferð hjá henni, jarðarbúar geta átt von á góðu því Björkin er enn að vaxa," sagði Arnar og bætti við að það hefði gætt mikillar eftirvæntingar hjá áhorfendum, sem fylltu Höllina, enda fólk spennt að fá að heyra nýtt efni frá Björk. Eins og tilheyrir á góðum tónleikum var Björk klöppuð upp og uppklappslagið tileinkaði hún Grænlandi og Færeyjum. |
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir