Félag ábyrgra feðra
Kaupa Í körfu
FÉLAG ábyrgra feðra afhenti í gær Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, fyrsta eintakið af tímariti félagsins, Ábyrgir feður. Að sögn Gísla Gíslasonar, formanns félagsins, er þetta fyrsta tímaritið hér á landi sem fjallar um jafnréttisbaráttuna frá sjónarhóli karla. Um efnistök blaðsins sagði Gísli að fjallað yrði vítt og breitt um mál er varða feður, hvað upp á vantar í stjórnsýslunni og lagaumhverfinu auk þess sem ítarleg grein er um Frakkland, en Frakkar eru að sögn Gísla mjög framarlega í jafnrétti í forræðismálum. Hann segir að fjallað sé um mál frá sjónarhóli barna og feðra og bætti hann því að einnig væri fjallað um rétt barna til að búa hjá báðum foreldrum en rannsóknir hefðu sýnt að ef barn nyti mikilla samvista við báða foreldra, einnig eftir skilnað, spjaraði það sig betur en þau sem alast upp eingöngu hjá öðru foreldrinu. Hann sagði að með blaðinu vildi félagið sýna fram á það að feður vilja vera feður og uppalendur barna sinna, einnig eftir skilnað. MYNDATEXTI Gísli Gíslason afhendir Birni Bjarnasyni fyrsta eintakið af tímaritinu.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir