Vinstri grænir - blaðamannafundur

Sverrir Vilhelmsson

Vinstri grænir - blaðamannafundur

Kaupa Í körfu

KOSIÐ verður um framtíð velferðarþjóðfélags á Íslandi í alþingiskosningunum 12. maí nk. og áherslur Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs verða í takt við það, sagði Ögmundur Jónasson á fundi með fjölmiðlafólki í gærdag. Auk þess að opnuð var kosningamiðstöð VG í suðvesturkjördæmi - í Hamraborg í Kópavogi - var kynnt aðgerðaáætlun sem miðar að því að útrýma fátækt og bæta kjör hinna verst settu. Tillögurnar munu kosta ríkissjóð um tólf milljarða króna en ekki er stefnt að því að hækka skatta frá því sem gert hefur verið á síðustu árum. MYNDATEXTI: Vinstri græn - Álfheiður Ingadóttir, Gestur Svavarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Ögmundur Jónasson kynntu forgangsmál í velferðarmálum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar