Uppstoppaður hvítabjörn á Hlemmi

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Uppstoppaður hvítabjörn á Hlemmi

Kaupa Í körfu

HVÍTABJÖRN verður til sýnis í skiptistöð Strætós á Hlemmi í Reykjavík. Náttúrufræðistofnun Íslands stendur þar fyrir örsýningu undir yfirskriftinni "Hefur þú rekist á hvítabjörn?" og verður hún opnuð á föstudagskvöld. Er það framlag stofnunarinnar til Vetrarhátíðar í Reykjavík og safnanætur. Sýningarsalir Náttúrufræðistofnunar við Hlemm verða opnir á föstudagskvöld til miðnættis og verður aðgangur ókeypis, líkt og að öðrum söfnum á safnanótt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar