Svartur svanur - Mývatn

Birkir Fanndal Haraldsson

Svartur svanur - Mývatn

Kaupa Í körfu

Undanfarnar tvær vikur hefur svartur svanur dvalið á Mývatni í einskonar páskaleyfi og virðist hálfgerður einstæðingur. Þó er hann að sjá frískur og ber sig mikið eftir einhverju æti af botninum. Hann hefur ekki samskipti við aðra fugla, hvorki hvíta frændur sína né gæsir, en þær tegundir halda sig nú mest á túnum bænda og reita þar gras í bróðerni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar