Samfylking - fundur um efnahagsmál

Sverrir Vilhelmsson

Samfylking - fundur um efnahagsmál

Kaupa Í körfu

Íslenska hagkerfið er í miklu ójafnvægi um þessar mundir. Efnahagsvandinn birtist í meiri viðskiptahalla en nokkru sinni fyrr. Afar háir vextir, óstöðugt gengi og verðbólga, sem enn er tvöfalt eða þrefalt meiri en 2,5% markmið Seðlabankans, einkenna efnahagsástandið. Viðskiptahallinn í ár verður naumast undir 15% og fer varla undir 10% á næsta ári. Þetta segir Jón Sigurðsson, fyrrverandi ráðherra, seðlabankastjóri og forstjóri Norræna fjárfestingarbankans. MYNDATEXTI: Ný vinnubrögð - "Til þess að tryggja samstillinguna í hagstjórninni þarf nýtt og betra vinnulag, skýrari heildarsýn og betra samstarf á milli þeirra sem fara með stjórntæki efnahagslífsins," sagði Jón Sigurðsson.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar