KR - Njarðvík

Þorvaldur Örn Kristmundsson

KR - Njarðvík

Kaupa Í körfu

KR sýndi í gær að það er mikið spunnið í liðið með því að leggja Íslandsmeistara Njarðvíkur að velli, 82:76, í öðrum leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik, Iceland Express-deildinni. Frábær lokakafli KR-inga tryggði þeim sigur en á síðustu þremur mínútum leiksins snéru KR-ingar leiknum sér í hag. Staðan er jöfn í einvígi liðana, 1:1, en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. MYNDATEXTI: Góðir - KR-ingurinn Pálmi Sigurgeirsson reynir að brjóta sér leið framhjá Njarðvíkingnum Jóhanni Ólafssyni í DHL-höllinni í gær en báðir áttu þeir mjög góðan leik og voru atkvæðamiklir fyrir sín lið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar