Söngkeppni framhaldsskólanna
Kaupa Í körfu
Ég var með hálsbólgu," sagði Eyþór Ingi Gunnlaugsson þegar blaðamaður ræddi við hann í gær. Eyþór bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna í fyrrakvöld, fyrir hönd Verkmenntaskólans á Akureyri, VMA. Hálsbólgan kom ekki, að því er virðist, niður á gæðum söngsins þar sem Eyþór sýndi mikla rokkstjörnutakta í anda Ian Gillan og lék sér að háu nótunum. Eyþór söng einn af slögurum Deep Purple, Perfect Stranger, sem hét í íslenskri þýðingu "Framtíð bíður", við mikinn fögnuð viðstaddra. Eyþór segist vera mikill aðdáandi Gillan og fór m.a. með hlutverk Jesú í söngleiknum Jesus Christ Superstar í uppsetningu Menntaskólans á Akureyri og VMA í fyrra, en Gillan söng það hlutverk á fyrstu hljóðupptöku verksins 1971. Hann ætlar því ekki að missa af tónleikum Deep Purple í sumar. Með Eyþóri á sviði var unnusta hans, Unnur Björnsdóttir, sem lék á hljómborð en hún hefur vakið mikla athygli fyrir færni sína á fiðlu. Andri Ívarsson lék á gítar en hann er nemandi við Menntaskólann á Akureyri og var því eiginlega um samstarf framhaldsskóla að ræða. 30 framhaldsskólar áttu fulltrúa í keppninni í ár. Í öðru sæti urðu systkinin Arnar og Ingunn Friðriksbörn úr Fjölbrautaskólanum við Ármúla og í þriðja sæti varð Nanna Bryndís Hilmarsdóttir úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja MYNDATEXTI Nemendur VMA fögnuðu ákaft þegar úrslitin lágu fyrir.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir