Landsmót á skíðum 2007
Kaupa Í körfu
SÆVAR Birgisson frá Sauðárkróki sigraði af miklu öryggi í 10 km göngunni á Landsmótinu á skíðum í Hlíðarfjalli á laugardaginn. Gengið var með hefðbundinni aðferð. Sævar gekk vegalendinga á 32,26 mín. og kom í mark tæpum tveimur mínútum á undan Sigurgeiri Svavarssyni, Akureyri, sem varð annar. "Þetta bætti fyrir síðustu tvo daga; nú gekk allt upp, veðrið var frábært og ég get ekki kvartað. Ég var léttur á mér í dag," sagði Sævar við Morgunblaðið. Þar með sigraði hann einnig í tvíkeppninni. MYNDATEXTI Sævar Birgisson Andri Steindórsson, Akureyri, varð þriðji, formaður Skíðasambandsins Daníel Jakobsson, Ólafsfirði, varð fjórði og fimmti varð gamla kempan Magnús Eiríksson, Siglufirði. Keppendur fóru allir af stað í einu á laugardaginn sem Sævar var ánægður með. Ég vona að þetta verði svona í framtíðinni; þetta er miklu skemmtilegra, ekki síst fyrir áhorfendur."
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir