Haukar - Keflavík

Brynjar Gauti

Haukar - Keflavík

Kaupa Í körfu

HAUKAR geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í dag í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Keflavík tekur á móti Hafnarfjarðarliðinu á heimavelli í fjórða leik liðanna í úrslitum Íslandsmótsins en staðan í einvíginu er 2:1 Haukum í vil. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari en þessi lið áttust við í úrslitum í fyrra þar sem Haukar unnu, 3:0. Það hefur mikið gengið á utan vallar eftir 81:78–sigur Keflvíkinga sl. þriðjudag í þriðja leik liðana. Aðstoðarþjálfari Keflavíkur, Agnar Mar Gunnarsson, var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir að slá til Helenu Sverrisdóttur, leikmanns Hauka, eftir þriðja leik liðanna. MYNDATEXTI Jón Halldór Eðvaldsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar