Flug til Húsavíkur í undirbúningi

Hafþór Hreiðarsson

Flug til Húsavíkur í undirbúningi

Kaupa Í körfu

BYGGÐARÁÐ Norðurþings samþykkti á fundi á fimmtudag fyrirliggjandi drög að samkomulagi við Fjarðaflug ehf. um að taka að sér rekstur flugstöðvarinnar á Húsavíkurflugvelli og hefja flug til Húsavíkur. Var bæjarstjóra falið að undirrita samkomulag við Fjarðaflug. Fjarðaflug ehf. er nýtt á flugmarkaðnum en félagið fékk flugrekstrarleyfi í lok síðasta árs og hefur síðan þá verið í leiguflugi. Steindór Jónsson, flugrekstarstjóri hjá Fjarðaflugi, segir að málið sé enn á undirbúningsstigi og viðræður standi yfir við flugmálayfirvöld og bæjarstjórn. Verið væri að kanna ýmsa möguleika í stöðunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar