Hjónabandsglæpir í Þjóðleikhúsinu

Hjónabandsglæpir í Þjóðleikhúsinu

Kaupa Í körfu

"Þetta er alvöru leikrit og alvöru leikarar," segir Edda Heiðrún Backman, sem leikstýrir verkinu Hjónabandsglæpum, sem frumsýnt verður í Kassanum á miðvikudaginn. "Og alvöru leikstjóri," segja leikararnir Elva Ósk Ólafsdóttir og Hilmir Snær Guðnason. Hjónabandsglæpir er eftir Eric-Emmanauel Schmitt, þann sama og samdi leikritin Abel Snorko býr einn og Gesturinn, sem sýnd hafa verið á íslenzku sviði. Í þessu nýja verki "tekst höfundur á óvæginn og óvæntan hátt á við ástina, hjónabandið og samskipti kynjanna. MYNDATEXTI: Glaðbeitt - Hilmir Snær, Edda Heiðrún og Elva Ósk eru tilbúin að færa okkur Hjónabandsglæpi á sviði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar