Heitavatnsæð rofnaði á Vitastíg

Sverrir Vilhelmsson

Heitavatnsæð rofnaði á Vitastíg

Kaupa Í körfu

SEINT í gærkvöldi höfðu sjö manns komið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa brennst af völdum sjóðheits vatnsflaums sem rann niður Vatnsstíg og þaðan niður Laugaveg til austurs. Að sögn vakthafandi læknis var talið að tveir yrðu jafnvel að leggjast inn á spítalann yfir nótt. Yfirleitt var um 1.-2. stigs bruna að ræða. Lögregla fékk tilkynningu kl. 21.42 þegar heita vatnið tók að streyma niður Vatnsstíginn. Vatnið varð aldrei ýkja djúpt en krafturinn var hins vegar töluverður og gat því náð mönnum upp á fótlegg ef þeir stigu út í strauminn. MYNDATEXTI: Flóð - Stefán Eiríksson lögreglustjóri var á vettvangi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar