Nylon

Eyþór Árnason

Nylon

Kaupa Í körfu

Einar Bárðarson er stundum kallaður "umboðsmaður Íslands" og það ekki að ástæðulausu. Árið hefur verið viðburðaríkt hjá Einari. Hann ferðaðist með Nylon í leit að frægð og frama í Bretlandi og stóð fyrir komu Mikhaíls Gorbatsjovs, fyrrverandi aðalritara kommúnistaflokksins og leiðtoga Sovétríkjanna, hingað til lands svo fátt eitt sé nefnt. Á allt þetta skyggði svo frumburður Einars sem fæddist á árinu. Líkt og undanfarin átta ár verður á meðal hans síðustu verkefna þetta árið að blása til stórtónleika til styrktar krabbameinssjúkum börnum. MYNDATEXTI: Nylon - Einar hefur á árinu unnið að því að koma Nylon á framfæri í Bretlandi, en stúlkurnar troða upp á styrktartónleikunum í Háskólabíói.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar