HK - Stjarnan 1:3

HK - Stjarnan 1:3

Kaupa Í körfu

"ÞETTA er búið að vera ótrúlegur vetur hjá okkur og þannig lagað framar okkar vonum. Við vitum auðvitað að við erum með besta liðið og áttum að geta unnið þetta allt – sem við og gerðum," sagði Vignir Hlöðversson leikmaður og þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í blaki eftir að lið hans hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í gær. Þá lagði Stjarnan HK 3-1 í síðari úrslitaleik liðanna og fagnaði titlinum og því að liðið tapaði ekki einum einasta leik í allan vetur. MYNDATEXTI: Frábærir - Stjörnumenn töpuðu ekki einum einasta leik í blakinu í vetur og hér fagna þeir Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á HK í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar