Hestastemming í Mosfellsdal

Hestastemming í Mosfellsdal

Kaupa Í körfu

LITLA-Jörp með lipran fót kann vel að meta atlot Ísabellu Maríu í vorinu í Mosfellsdalnum. Hvort brauðmoli fylgdi með úr lófa telpunnar er óvíst. Alltént styttist í að ilmandi, fagurgrænt vorgresið verði efst á matseðli íslenskra hrossa, þegar vetrarmatseðillinn verður lagður til hliðar í bili. Svo kemur sumarið og heyannir og risavaxnir, mjallhvítir sykurpúðar birtast á túnum um allt land. Þótt Ísabellu litist sennilega betur á alvöru sykurpúða vill Litla-Jörp áreiðanlega miklu frekar plasthúðaða töðuna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar