Hrefnur og höfrungar

Hafþór Hreiðarsson

Hrefnur og höfrungar

Kaupa Í körfu

Húsavík | Hrefnur og höfrungar sýndu sig í fyrstu ferð Norður-Siglingar á hvalaslóðir þetta sumarið. Það var Bjössi Sör sem sigldi á vit ævintýranna með sextán farþega á sunnudaginn og voru þeir, sem eru frá ýmsum löndum, að vonum ánægðir með ferðina. Hvalaskoðunarvertíðin í ár er sú þrettánda hjá Norður-Siglingu og hafa þær aldrei byrjað eins snemma og í ár en fyrirtækið gerir út fjóra báta. Á myndinni má sjá Nils B. Hailer, leiðsögumann hjá Norður-Siglingu, sem var klár með endann þegar komið var að landi eftir fyrstu hvalaskoðunarferð sumarsins frá Húsavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar