Haukar - Sporting Neerpelt 28:25

Sverrir Vilhelmsson

Haukar - Sporting Neerpelt 28:25

Kaupa Í körfu

Íslandsmeistarar Hauka eru komnir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik annað árið í röð en Haukarnir áttu ekki í vandræðum með að slá út slakt lið Sporting Neerpelt frá Belgíu í forkeppninni þar sem báðir leikir liðanna voru leiknir á Ásvöllum. Haukar burstuðu fyrri leikinn, 42:30, og því var aðeins formsatriði að ljúka síðari leiknum í gærkvöld sem Haukar höfðu betur í, 28:25 og því samanlagt, 70:55. MYNDATEXTI Halldór Ingólfsson er hér kominn í fínt færi og Vignir Svavarsson fylgist með félaga sínum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar