Þór - HK 26:32

Kristján Kristjánsson

Þór - HK 26:32

Kaupa Í körfu

Þór tók á móti HK í lokaumferð riðlakeppni handboltans á laugardaginn. Leikurinn var afar mikilvægur fyrir Þórsara sem þurftu stig til að gulltryggja sér sæti í úrvalsdeildinni. Spilamennska þeirra var hins vegar í molum og HK hafði leikinn í hendi sér. Lokatölur urðu 32:26 fyrir HK en þar sem Fram tókst ekki að sigra FH hirtu Þórsarar síðasta úrvalsdeildarsætið í norðurriðli. MYNDATEXTI:Ólafur Víðir Ólafsson brýst í gegnum vörn Þórs og skorar eitt marka HK í leiknum á laugardaginn. Sindri Haraldsson og Aigars Lazdins ná ekki að stöðva hann en Jón Heiðar Gunnarsson, línumaður HK, fylgist með.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar