Þröstur RE

Hafþór Hreiðarsson

Þröstur RE

Kaupa Í körfu

TÖLUVERT hefur verið um sölu á bátum og aflaheimildum að undanförnu. Söluverð í þessum viðskiptum öllum skiptir milljörðum króna. Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Jakob Valgeir ehf., í Bolungarvík og tengd félag hafa keypt 54% í útgerðarfélaginu Rekavík ehf. í Bolungarvík sem gerir út bátana Guðmund Einarsson ÍS, Hrólf Einarsson ÍS og Einar Hálfdánsson, en með þeim fylgja 1.500 þorskígildistonn. Dragnótarbáturinn Þröstur RE hefur verið seldur til Ingimundar hf í Reykjavík með 384 þorskígildistonnum og línubeitningarbáturinn Birgir verið seldur frá Þorlákshöfn til Hornafjarðar með um 200 þorskígildistonnum. MYNDATEXTI: Bátar - Dragnótarbáturinn Þröstur RE er einn þeirra báta, sem að undanförnu hafa verið seldir með öllum aflaheimildum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar