Rósenberg - tónlistarmenn

Sverrir Vilhelmsson

Rósenberg - tónlistarmenn

Kaupa Í körfu

FJÖLMARGIR tónlistarmenn koma fram á tvennum tónleikum sem haldnir verða um helgina til að safna fé til að byggja Café Rósenberg upp að nýju. Staðurinn varð illa úti í brunanum mikla í síðustu viku og ekki er víst hvort hann verður opnaður að nýju. Hópurinn sem að tónleikunum stendur kallar sig Tryggingasamsteypu Þórðar Pálmasonar, en hann berst fyrir því að Þórður, betur þekktur sem Doddi á Rósenberg, fái að halda áfram því starfi sem hann hefur unnið í þágu íslenskrar tónlistar undanfarin ár. MYNDATEXTI: Í rústunum - Vinir og velunnarar Café Rósenberg ætla að halda minningu staðarins á lofti og blása til tvennra styrktartónleika um helgina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar