Hárgreiðslunemar heiðraðir
Kaupa Í körfu
HARPA Dröfn Skúladóttir og Sigurbjörg Halldórsdóttir unnu til verðlauna í hárgreiðslukeppni IAHS sem fram fór dagana 26.–30. apríl í Gautaborg í Svíþjóð. IAHS eru alþjóðleg samtök hársnyrtiskóla og í Gautaborg voru samankomnir nemendur og kennarar frá ýmsum hársnyrtiskólum í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Danmörku, Englandi, Íslandi, Kóreu og Ástralíu til að kynnast innbyrðis og keppa í fjórum greinum hársnyrtifagsins. þær Harpa Dröfn Skúladóttir og Sigurbjörg Halldórsdóttir fóru ásamt einum kennara, Ragnheiði Bjarnadóttur úr hársnyrtideild Iðnskólans í Reykjavík. Harpa Dröfn keppti í tískuklippingu og lit herra (street fashion) og hreppti 2. sætið en Sigurbjörg keppti í Jackie Bournes' Avant Garde Design, sem eru miklar og tígulegar uppgreiðslur á síðu hári, og lenti hún í 3. sæti. MYNDATEXTIStolt Baldur Gíslason, skólameistari Iðnskólans, Ragnheiður Bjarnardóttir, brautarstjóri hársnyrtideildar ásamt þeim Sigurbjörgu Halldórsdóttur og Hörpu Dröfn Skúladóttur.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir