Milljónamæringarnir taka upp plötu

Ragnar Axelsson

Milljónamæringarnir taka upp plötu

Kaupa Í körfu

LADDI er Milljónamæringur. Hér skal þó ekkert fullyrt um bankainnistæðu þessa ástsælasta grínara landsins, enda það hans einkamál. Hins vegar er hægt að staðfesta að Laddi hefur nú bæst í hóp einnar ástsælustu og jafnframt fjölmennustu hljómsveitar landsins, Milljónamæringanna. "Laddi samdi nýtt lag sem verður á nýju plötunni," sagði Karl Olgeirsson, einn Millanna, í samtali við Morgunblaðið í gær, en umrædd plata er þessa dagana að fæðast í upptökuveri Karls, Snjóhúsinu. MYNDATEXTI: Síungir - Þrátt fyrir að hafa verið að í 15 ár eru Milljónamæringarnir alltaf tilbúnir í smá sprell, eins og sést á meðfylgjandi myndum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar