Samúel Jón Samúelsson

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Samúel Jón Samúelsson

Kaupa Í körfu

"VIÐ erum að leggja lokahönd á hana og hún verður vonandi tilbúin fyrir sumarið," segir Samúel Jón Samúelsson, básúnuleikari og söngvari, um nýjustu plötu Jagúar sem kemur út í júní, ef allt gengur að óskum. "Þetta er einhvers konar framhald á því sem við höfum verið að gera. Við erum hins vegar með nýjan mannskap og honum fylgja nýjar áherslur," segir Sammi. "Það fer til dæmis minna fyrir hljómborðinu á þessari plötu en á þeirri síðustu, en meira fyrir gítarnum. Við erum að leita upprunans, en á sama tíma að leita í ýmsar aðrar áttir innan fönk-mengisins." MYNDATEXTI Leit "Við erum að leita upprunans, en á sama tíma að leita í ýmsar aðrar áttir innan fönk-mengisins," segir Samúel Jón Samúelsson, forsprakki Jagúars.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar